Kerfisstjóri

Símenntun á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat í kerfisstjórn í samstarfi við NTV – Nýja tölvu- og viðskiptaskólann.

Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og hafa starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár. 
Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun.

Kerfisstjórar starfa við umsjón lítilla og stórra tölvukerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Þeir hæfniþættir sem þjálfaðir eru í náminu og geta verið metnir í raunfærnimati eru meðal annars:

  • Þekking og skilningur á vélbúnaði tölva
  • Geta til að greina bilanir og sinna viðgerðum á tölvubúnaði
  • Kunnátta á Windows stýrikerfi
  • Þekking á Active Directory umherfinu
  • Þekking á helstu netkerfum
  • Hæfni til að bregðast við hættum og tryggja öryggi gagna
  • Þekking á Micrisoft 365 skýjaumhverfinu

Upplýsingar um námsbrautina á heild má finna á vef NTV

Af hverju raunfærnimat?

Með raunfærnimati er verið að meta þekkingu sem þegar er til staðar í viðeigandi námsleið óháð því hvaðan hún kemur. Með því styttist námstíminn í samræmi við það sem þegar er lært.
Raunfærnimat er aldrei nóg eitt og sér til að öðlast réttindi en að loknu matinu fá þátttakendur leðibeiningar um hvernig hægt er að ljúka námi í greinni.

Að loknu námi:

Námi í kerfisstjórnun líkur með Diploma í viðkomandi grein.

Nánari upplýsingar um nám í Kerfisfræði má finna á vef NTV

Efst á síðu