Almenn starfshæfni

Símenntun á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat í almennri starfshæfni í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur skilgreint 11 hæfniþætti sem saman mynda almenna starfshæfni á íslenskum vinnumarkaði. Þeir eru þrepaskiptir í samræmi við hæfniramma um íslenska menntun.

Um er að ræða atriði sem mikilvæg eru í atvinnulífinu og sameiginleg flestum störfum. Aukin slík hæfni auðveldar fólki þátttöku á vinnumarkaði og ýtir undir æskilega starfsþróun.

Þeir 11 hæfniþættir sem geta verið metnir í almennri starfshæfni eru:

  • Aðlögunarhæfni
  • Ábyrg nýting
  • Árangursrík samskipti
  • Jafnréttisvitund
  • Mat og lausnir
  • Upplýsingatækni
  • Samvinna
  • Skipulagshæfni
  • Starfsþróun
  • Upplýsingalæsi
  • Vinnusiðferði

Nánari upplýsingar er að finna á vef Fræðslumiðstöðvar atvunnulífsins og á Næsta skref

Af hverju raunfærnimat?

Með raunfærnimati er verið að meta þekkingu sem þegar er til staðar í viðeigandi námsleið óháð því hvaðan hún kemur.

Hafðu samband:

Fyrir tímabókun eða frekari upplýsingar hafðu samband við náms- og starfsráðgjafan okkar, Steinar Sigurjónsson á netfangið: steinar@simenntun.is eða í síma: 437-2392

Steinar er náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri í raunfærnimati hjá Símenntun á Vesturlandi og starfar þar í fullu starfi. Auk þess hefur hann tekið að sér stundakennslu og yfirferð verkefna í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Steinar er með BS gráðu í sálfræði í grunninn og hefur lokið þremur meistaragráðum; MS gráðu í mannauðsstjórnun, MS gráðu í stjórnun og stefnumótun og MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf. Steinar er með staðfest leyfisbréf sem náms- og starfsráðgjafi frá mennta- og barnamálaráðherra og hefur bæði réttindi til að leggja fyrir raunfærnimat og áhugasviðskönnunina Bendil. Steinar kom fyrst að framkvæmd raunfærnimats þegar hann var í vettvangsnámi og frá árinu 2022 hefur hann haldið utan um og leitt vinnu varðandi raunfærnimat hjá Símenntun. Það sem Steinari finnst skemmtilegast í starfi sínu er að geta aðstoðað einstaklinga við að finna sinn farveg í námi eða starfi.

Efst á síðu