Raunfærnimat haustönn 2021

Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunverulegri færni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur öðlast t.d. með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Markmiðið er að sá sem fer í raunfærnimat fái viðurkennt það sem hann kann í raun og veru og þurfi ekki að sækja nám í efni sem hann þegar kann. Raunfærnimat til styttingar á námi miðar að því að meta raunfærni sem jafngilda námsáfanga eða hluta af námsáfanga og skipuleggja nám einstaklingsins með tilliti til raunfærni hans. Raunfærnimat er ekki gjaldfelling náms á nokkurn hátt. Allir þátttakendur fara í gegnum sameiginlegt matsferli og fá viðtöl og eftirfylgni náms- og starfsráðgjafa.

Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati er 23 ára lífaldur og þriggja ára starfsreynsla í viðkomandi starfsgrein. Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun.

Raunfærnimat á haustönn 2021:

  • Búfræði
  • Tækniþjónusta
  • Verslunarfulltrúi
  • Félagsliði
  • Leikskólaliði
  • Stuðningsfulltrúi
  • Iðngreinar (í samstarfi við Iðuna fræðslusetur)
  • Rafiðngreinar (í samstarfi við Rafmennt)
  • Skipstjórn (í samstarfi við Visku Vestmannaeyjum)

Nánari upplýsingar veita
Guðrún Vala Elísdóttir náms- og starfsráðgjafi í síma: 437-2391
Sólveig Indriðadóttir náms- og starfsráðgjafi í síma 437-2394
Sendu tölvupóst