Náms- og starfsráðgjöf

Markmiðið með náms- og starfsráðgjöf er að veita upplýsingar um nám og störf, meta námsþarfir, veita stuðning í raunfærnmati, aðstoða og ráðleggja við ferilskrá og starfsleit auk persónulegar handleiðslu, eftirfylgni o.fl.

Náms- og starfsráðgjöf er hlutlaus ráðgjöf og eru ráðþegar fullorðnir einstaklingar sem tilheyra markhópi skv. lagalegri skilgreiningu í framhaldsfræðslulögum nr. 27/2010.

Einstaklingar eru oft komnir lengra í námi en virðist í byrjun

Ráðgjöfin fer fram á starfsstöðvum Símenntunar á Vesturlandi og er leitast við að ráðþegar fái þjónustu í sinni heimabyggð. Ráðgjöf getur einnig farið fram í fyrirtækjum og í tengslum við námskeið.

Samstarf við fyrirtæki og stofnanir er talsvert; stundum er ráðgjöfin viðbót, hvatning eða stuðningur við einstaklinga á námskeiðum sem haldin eru fyrir fyrirtæki. Fyrir ráðgjöfina sem og aðra starfsemi á vegum fræðsluaðila er mikilvægt að atvinnurekendur sjái sér hag í því að vera í samstarfi við Símenntun á Vesturlandi.

Námsráðgjafar Símenntunar á Vesturlandi eru til viðtals bæði á Akranesi og í Borgarnesi og best er að hafa samband í tölvupósti til að bóka tíma.

vala@simenntun.is/ simenntun@simenntun.is eða 437-2391

Efst á síðu