Færnimappa
Við gerð færnimöppu er safnað saman á skipulagðan hátt upplýsingum um náms og starfsferil einstaklings.
Allar diplómur og staðfestingar á námi, námskeiðum og þátttöku í félagsstarfi er safnað saman í eina möppu. Færnimappa inniheldur svo einnig mynd af þeirri heildar þekkingu, hæfni og reynslu sem einstaklingurinn hefur aflað sér í gegnum tíðina, hvort sem það er í gegnum launað starf, sjálfboðavinnu, þátttöku í félagsstarfi eða með öðrum hætti.
Ferilskrá
Þegar að fólk sækir um starf er nauðsynlegt að gera ferilskrá og fylgir hún starfsumsókn. Ferilskráin inniheldur upplýsingar um umsækjandann, s.s nám og störf, þátttöku í félagsmálum og tómstundum svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að ferilskráin sé vel upp sett, skýr og hnitmiðuð.
Nánari upplýsingar veita náms- og starfsráðgjafar Símenntunar.