Starfsdagur í Borgarbyggð

Síðastliðinn mánudag stóð Símenntun á Vesturlandi fyrir fræðslu á starfsdegi fyrir fólk sem starfar í eldhúsum og mötuneytum skóla og leikskóla um allt Vesturland.
Starfsdagurinn sem var haldinn í ráðhúsi Borgarbyggðar er hluti af reglubundinni endurmenntun og þjálfun starfsfólks sveitarfélaganna með það að markmiði að efla faglega hæfni, samvinnu og þjónustu ásamt því að auka samtal milli fólks sem vinnur svipuð störf í sambærilegum stofnunum um allt Vesturland. Starfsdagurinn var leiddur af sérfræðingi frá Sýni sem sagði að miklar og góðar umræður hefðu skapast um flest það sem tekið var fyrir, en það voru atriði eins og meðferð matvæla, ráðleggingar landlæknis um matarræði, manneldismarkmið lýðheilsa og fleira.
Þátttaka var mjög góð þátttaka og mættu tæplega 30 manns víða af Vesturlandi.
