Aðalfundur Símenntunar 2025

Aðalfundur Símenntunar fór fram á Hótel Hamri þann 26. mars síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir starfsemi Símenntunar á síðasta ári , ársskýrslu og ársreikning. Kosið var í stjórn til eins árs vegna breytinga á árinu.
Framkvæmdastjóri Símenntunar, Guðrún Vala Elísdóttir sagði frá starfseminni og gerði grein fyrir ársreikningi. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði var fundarstjóri. Guðrún Vala sagðimeðal annars frá náms-og starfsráðgjöf, raunfærnimat, fjölmenningarskóla, velferðarskóla, fræðslustjóra að láni, og námskeiðshaldi.
Stjórn Símenntunar 2025-2026 má nálgast hér.
Sí- og endurmenntun gegnir mikilvægu hlutverki í nútímasamfélagi þar sem breytingar eru hraðar og kröfur um nýja færni aukast stöðugt. Með ráðgjöf og fræðslu a geta einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir viðhaldið og þróað sína þekkingu og færni sem stuðlar að valdeflingu, nýsköpun, meiri hæfni og samfélagið í heild verður betur í stakk búið til að mæta áskorunum framtíðarinnar.


