Aukin hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu
Símenntun var á dögunum boðið að vera með kynningarefni um starfsemi sína á málþingi í Borgarnesi sem haldið var af Hæfnisetri ferðaþjónustunnar í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands og SAF.
Yfirskriftin var Aukin hæfni starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu á Vesturlandi og fjallaði um gæði í ferðaþjónustu út frá þjálfun starfsfólks, bæði símenntunar og nýliðaþjálfunar sem skilar sér auknum gæðum og hagstæðari rekstri.
Í fyrirtækjum og stofnunum skiptir þjálfun á starfsfólki miklu máli til að tryggja gæði og gott starfsumhverfi. Með aukinni færni og þekkingu starfsfólks aukast afköst, skilvirkni og hagkvæmni í rekstri ásamt því að starfsmenn verða öruggari og líður sjálfum betur í starfi.
Fyrirtæki þurfa sífellt að vera að skapa ferla og þjálfa starfsfólk til að uppfylla þarfir og kröfur viðskiptavinarins. Mikil starfsmannavelta er kostnaðarsöm og eru starfsmenn sú auðlind sem fyrirtæki byggja á til að ná samkeppnislegum yfirburðum.
Við hjá Símenntun bjóðum uppá fyrirtækjaþjónustu sem meðal annars sinnir svona verkefnum. Þá metum við fræðsluþörf innan fyrirtækja, aðstoðum við gerð áætlana og getum einnig annast umsýslu við námskeiðahald sem kemur til móts við þarfir fyrirtækisins.
Hægt er að sérsníða námskeið að þörfum fyrirtækja og stofnana, hvort sem það eru stök námskeið eða að framfylgja fræðsluáætlun til lengri tíma.
Flestir atvinnurekendur geta fengið styrk fyrir námskeið í gegnum Áttin.is
Hér má sjá nokkur dæmi um námskeið sem hægt væri að setja á dagskrá í þínu fyrirtæki!