Símenntun flytur sig um set á Akranesi
Nú í lok febrúar kvöddum við starfstöð okkar á Breiðinni – Bárugötu 8-10 Akranesi, eftir að hafa haldið skrifstofur þar síðan árið 2020. Þar hafði náms- og starfsráðgjafi fasta viðveru ásamt bókara og öðrum starfsmönnum sem nýttu sér aðstöðuna við og við. Ásamt skrifstofuaðstöðu á Breiðinni hefur Símenntun einnig haft aðgang að kennslurými hjá Starfsendurhæfingu Vesturlands að Suðurgötu 57.
Síðar í þessum mánuði mun Símenntun taka við nýrri aðstöðu fyrir starfsstöð sína á Smiðjuvöllum 28 á Akranesi en þar munum við bæði hafa skrifstofur og kennslurými á sama stað.
Það hefur verið afar ánægjulegt að vera til húsa á Breiðinni nýsköpunarsetri. Þar er mikil gróska og ótal tækifæri í nýsköpun og framþróun og við óskum öllum sem þar starfa velfarnaðar.
Viljum við þakka öllum þeim sem heimsóttu okkur á Breiðina, á sama tíma og við hlökkum til að flytja inn í nýja aðstöðu og halda áfram að veita góða þjónustu.