Mikið um að vera í upphafi árs.
Nú eru að verða liðnir tveir mánuðir af árinu 2023 og það hefur verið mikið um að vera hjá okkur á Símenntun. Nokkur íslenskunámskeið hafa verið haldin og sum eru enn í gangi og ganga vel. Íslenskunámskeiðin eru reglulega á dagskrá hjá okkur víða í landshlutanum og er best að fylgjast með framboði þeirra á vefnum okkar undir námskeið eða fylgja okkur á samfélagsmiðlum.
Auk þess að vera með almenn íslenskunámskeið bjóðum við einnig uppá aðeins lengra nám sem kallast – Atvinnulíf og íslenska. Þar er ekki aðeins kennd íslenska heldur er líka veitt innsýn í íslenskt samfélag og kynnt hvaða leiðir eru í boði inn á atvinnumarkaði. Þetta nám hefur verið kennt á Bifröst fyrir flóttafólk og gefist mjög vel.
Náms- og starfsráðgjöf er líka alltaf í boði hjá Símenntun og allir eru velkomnir í ráðgjöf þeim að kostanaðarlausu. Náms- og starfsráðgjafar okkar sinna einnig raunfærnimati sem hefur nú þegar nýst mörgum, en nokkrar leiðir eru í boði varðandi raunfærnimat í ár.
Fjölbreytt námskeið og námsleiðir fyrir einstkalinga, fyrirtæki og stofnanir eru einnig á dagskrá, komin í gang eða hafa verið kláruð. Má þar nefna Stóriðjuskólann á Grundartanga, grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk, velferðarskólann, nám fyrir fatlað fólk, tæknilæsi fyrir eldri borgara og margt fleira.
Fyrir þá sem vilja nýta tækifæri fullorðinsfræðslu og kynnast starfsemi Símenntunar á Vesturlandi er best að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum og á vefnum okkar.