Breytingar innan Símenntunar
Á stjórnarfundi Símenntunar á Vesturlandi 7. desember 2022 kvöddum við Ingu Dóru Halldórsdóttur formlega, eftir 17 ára samfellt starf í Símenntun, þarf af framkvæmdastjóri í 16 ár.
Símenntun Vesturlands hefur vaxið og dafnað á þessum árum undir stjórn hennar og metnaðarfullu starfsfólki . Inga Dóra hefur tekið við sem framkvæmdarstjóri hjúkurnarheimilisins Brákarhlíðar Borgarnesi.
Um leið bjóðum við Guðrúnu Völu Elísdóttur velkomna í nýja stöðu sem framkvæmdarstjóri Símenntunar á Vesturlandi. Hún hefur starfað hjá Símenntun í 16 ár sem náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri, en tekur nú við nýju hlutverki.
Við viljum þakka þeim báðum fyrir vel unnin störf. Óskum Ingu Dóru velfarnaðar á nýjum vettvangi og hlökkum til að halda áfram að starfa með Guðrúnu Völu.