Kennsla í tæknilæsi

Niðursokknir nemendur á Akranesi

Kennsla í tæknilæsi fyrir eldri borgara á Vesturlandi hefur síðustu vikur verið á mikilli siglingu.

Þessar vikurnar eru kennd námskeið á Akranesi og fyrr í haust lauk námskeiði í Búðardal.
Eins voru haldin tvö námskeið í Borgarnesi í ágúst.

Mikil ánægja er meðal þátttakenda og framfarirnar eru miklar. Verkefnið mun standa yfir fram á næsta ár þar sem ætlunin er að kenna alls 14 hópum grunnþætti í tæknilæsi í flestum sveitarfélögum Vesturlands.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag og þátttöku hjá Ívari Erni Reynissyni

 

Niðursokknir nemendur á Akranesi
Niðursokknir nemendur á Akranesi
Útskrifaðir þátttakendur í Búðardal
Útskrifaðir þátttakendur í Búðardal
Efst á síðu