Ráðning nýs starfsmanns á Snæfellsnesi

BrynjaBrynja Mjöll Ólafsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, en hún var valin úr hópi fjögurra umsækjenda. Brynja Mjöll starfar sem verkefnastjóri á þjónustusvæði Símenntunarmiðstöðvarinnar, en þó sérstaklega hefur hún umsjón með verkefnum á Snæfellsnesi. Brynja Mjöll er búsett í Ólafsvík og verður hún með starfsaðstöðu í Átthagastofu Snæfellsbæjar.
Við bjóðum Brynju Mjöll velkomna til starfa!

Efst á síðu