Námsvísir haust 2015

Starfsmenn Símenntunarmiðstöðvarinnar eru nú þessa dagana að heimsækja fyrirtæki og stofnanir og kynna nýjan námsvísi og það sem í boði er á önninni. Í vikunni vorum við með kynningu í Búðardal og voru fyrirtæki í Grundarfirði og Snæfellsbæ heimsótt og í næstu viku munum við verða í Stykkishólmi og Borgarbyggð. Við sjáum hversu mikilvægt það er að hitta fólkið á svæðinu, vera sýnileg og kynna þá þjónustu sem við höfum uppá að bjóða.
<a href=“https://simenntun.is/wp-content/uploads/2015/09/namsvisir_haust2015_ok.pdf“>Sjá námsvísir hér</a>

Efst á síðu