Fagnám í þjónustu við fatlaða

Í fagnámi í þjónustu við fatlaða er markmiðið að þátttakendur auki færni og þekkingu á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks í þeim tilgangi að bæta lífsgæði þeirra og efla virkni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra, aldraðra, sjúklinga eða barna og unglinga. Áherslur í starfi kallar á aukna fagmennsku og markvissa starfsþróun í átt að framsækinni og metnaðarfullri þjónustu. Hæfniviðmið námsins snerta meðal annars á hugmyndafræði, þjónustu, þörfum, skipulagi, starfsumhverfi, reglum, vinnuferlum og samskiptum.

Námskrá Fræðslumiðstöðvar

Skráning og nánari upplýsingar hjá ivar@simenntun.is/4372396

Námskeiðið hefst 15. október

Efst á síðu