Námsbrautir

Símenntun á Vesturlandi býður upp á fjölbreytt úrval lengri námsbrauta sem eru bæði starfstengdar og almenns eðlis. Þessar námsbrautir eru fjármagnaðar af Fræðslusjóði framhaldsfræðslunnar og eru ætlaðar þeim sem hafa ekki lokið formlegu námi í skólakerfinu.

Námsbrautirnar eru skipulagðar, bæði í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir, en einnig eru einhverjar námsbrautir auglýstar sérstaklega. Það fer allt eftir eftirspurn og fjármagni hverju sinni.

Námsbrautirnar má meta til eininga í formlega skólakerfinu.

Hér má sjá yfirlit yfir námsbrautirnar:

  • Starfstengdar námskrár byggja á hæfnigreiningum starfa og starfaprófíl og eru afurð hæfnigreiningar.
  • Almennar námskrár eru ætlaðar til að auðvelda fólki að hefja nám að nýju og efla samfélagsþátttöku þess.

Til þess að sækja um nám á námsbrautum þarf að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa hjá Símenntun á Vesturlandi.

Efst á síðu