Afþreying á Vesturlandi

Þegar hugað er að inngildingu í fjölmenningarlegu samfélagi þá er mikilvægt að virkja þátttöku fólks í samfélaginu sem hefur mikil áhrif vellíðan þess. Virk samfélagsleg þátttaka snýr að andlegri og líkamlegri heilsu bæði hjá fullorðnum, börnum og unglingum, og íþróttirog tómstundir skipta þar miklu máli. Það er margt sem bendir til þess að samfélagsleg þátttaka styrki sjálfsmynd, vellíðan og félagsfærni og einnig er hún mikilvægur hlekkur í tungumálafærni meðal innflytjanda. Sjá nánar bls 20-23 í Hvítbók í málefnum innflytjenda.

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hafa gefið út efni sem snýr að hagnýtum upplýsingum um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Við viljum eindregið hvetja öll sveitarfélög, íþróttafélög og menntastofnanir á Vesturlandi til að efla upplýsingaflæði til fólks af erlendum uppruna og benda þeim á þessa bæklinga. Símenntun á Vesturlandi hefur einnig fengið útprentuð eintök sem er hægt að nálgast hjá okkur. Fyrir neðan er hægt að nálgast bæklinganna á rafrænni útgáfu.

Hér má nálgast bæklingana á rafrænni útgáfu á íslensku, ensku, tagalog, litháísku, úkraínsku, víetnömsku, arabísku (nútíma stöðluð arabíska), pólsku, spænsku, og tælensku/síamísku (phasa thai).

Á Vesturlandi eru í boði allskonar afþreying fyrir börn, unglinga og fullorðna

  • Ungmennsamband Borgarfjarðar (UMSB) Ungmennasamband Borgarfjarðar er héraðssamband með 14 virk íþrótta- og ungmennafélög innan sinna raða.  UMSB heldur ekki úti neinum æfingum eða félagsstarfi heldur sjá aðildarfélögin alfarið um það, UMSB er regnhlífin yfir allt íþrótta- og ungmennastarf á sambandssvæði UMSB (Borgarbyggð, Skorradalshreppur og Hvalfjarðarsveit). Á heimsíðu Ungmennasambands Borgarfjarðar er hægt að finna upplýsingar um aðildarfélög UMSB, svo sem golf, frjálsar, körfubolta, fótbolta, hjólreiðar og margt fleira. Einnig er Facebook síða UMSB lifandi vettvangur fyrir viðburði og starfsemi UMSB.

Vilt þú aðstoða okkur við að efla upplýsingaflæði fyrir allskonar afþreyingu á Vesturlandi? Sendu okkur póst á jovana@simenntun.is, hvort sem það er er kvenfélag, prjónaklúbbur, gönguhópar, jóga, eða sjálfboðaliðastörf.

Athugið að síðan er í vinnslu.

Efst á síðu