Námsferð til Kaupamannahafnar
Dagana 4.-8. nóvember fóru starfsmenn Símenntunar í námsferð til Kaupmannahafnar með það að markmiði að heimsækja ýmsar stofnanir sem tengjast fullorðinsfræðslu. Ferðin var bæði lærdómsrík og gagnleg, en starfsmenn Símenntunar fengu að kynnast nýjum hugmyndum, aðferðum og nálgunum tengdum fjölmenningu, tungumálakennslu og inngildingu svo dæmi séu nefnd.
Símenntun á Vesturlandi heimsótti 6 stofnanir í Danmörku:
Dansk Folkeoplysnings Samråd (DFS) er samráðsvettvangur fyrir félög og stofnanir sem vinna að fullorðrinsfræðslu í Danmörku. Þar fengu starfsmenn Símenntunar að hitta og ræða við stjórnendur um skipulag, verkferla og framkvæmd fullorðinsfræðslu í Danmörku.
Frederiksberg Gymnasium er fjölmenningarlegur framhaldsskóli þar sem lögð er áhersla á að efla borgaravitund og auka lýðræðislega þátttöku – Kompetent medborgerskab (hæfur borgari). Fylgst var með kennslu og starfsmenn Símenntunar fengu innsýn á þann árangur sem skólinn hefur náð í inngildingu og menningarnæmni.
Daghøjskolen for Invandrerkvinder er skóli fyrir konur af erlendum uppruna með áherslu á aðlögun og myndun félagslegra tengsla. Hér fengu starfsmenn Símenntunar að kynnast námsleiðum og tungumálakennslu sem ýtir fyrst og fremst undir valdeflingu og sjálfstæði kvenna og að bætir stöðu þeirra í samfélaginu.
KVUC – Köbenhavns Voksen Uddannels Center er miðstöð fyrir fullorðnisfræðslu í Kaupmannahöfn. Hér fengu starfsmenn Símenntunar að kynnast hvernig staðið er að móttöku flóttafólks og innflytjendu. Eins um aðferðir til að meta fyrri menntun fólks af erlendum uppruna og gera þau að virkum borgurum í samfélaginu í samstarfi við fyrirtæki og atvinnulífið.
SUKA – Skóli sem sérhæfir sig í námskeiðum fyrir fólk með sérþarfir. Í þessum skóla fengum starfsmenn Símenntunar að kynnast allskonar verkefnum og þeim árangri sem hefur náðst með sérsniðnum námskeiðum fyrir einstaklinga með fötlun; einhverfu, sjónskerðingu, blindu og heyrnarskerðingu.
KISS -Skóli tungumálakennslu. Hér fylgdust starfsmenn Símenntunar með tungumálakennslu og fengu innsýn inná það hvernig tungumálakennsla fer fram með áherslu á talmálsþjálfun og framburð. Síðar var fundað með stjórnendum KISS um aðferðafræði og nýjar nálganir tengdum tungumálakennslu.
Arbejdernes Oplysingafordbund (AOF) eru regnhlífasamtök fyrir fullorðnisfræðslu. Hér fengu starfsmenn Símenntunar að kynnast almennri starfsemi fullorðinsfræðslu í Danmörku, svo sem ókeypis námskeiðum og föstu fjármagni frá ríkinu þar sem ekki er krafa um ákveðin árangur eða nemendafjölda. AOF er í miklum tengslum við atvinnulífið sem leggur áherslu á verklegt nám, sérfræðslu fyrir lesblinda og tungumálakennslu svo dæmi séu nefnd.