Gervigreindar námskeið á Spáni
Í ágúst fóru fjórir starfsmenn Símenntunar á Vesturlandi til Málaga á Spáni og tóku þátt í námskeiði um gervigreind. Ferðin og námskeiðið er kostað af Erasmus+.
Námskeiðið var fróðlegt og opnaði augu okkar fyrir mörgum nýjum möguleikum sem við getum nýtt í störfum okkar. Á námskeiðinu fengum við meðal annars að kynnast forritum sem nýta sér gervigreind og lærðum hagnýtar leiðir til að nýta gervigreind í kennslu og annarri starfsemi okkar. Þess reynsla veitti okkur innsýn í hvernig við getum notað gervigreindina sem hjálpartæki í okkar daglega starfi.
Við fengum einnig tækifæri til þess að mynda ný tengsl við fólk víðsvegar um Evrópu sem sat námskeiðið með okkur, eins og til dæmis fólk frá Rúmeníu og Póllandi.