Erasmus+ verkefni: Talsfólk sjálfbærrar þróunar

Símenntun á Vesturlandi er þátttakandi í Erasmus+ verkefninu Eco Social agency – eða Talsfólk sjálfbærrar þróunar – ásamt fræðslumiðstöðvum frá Finnlandi og Litháen. Liður í verkefninu er að halda vinnustofu fyrir starfsfólk sitt í umhverfisfræðslu. Slík vinnustofa var haldin þriðjudaginn 6. ágúst síðastliðinn og héldu umhverfisfræðingarnir og nöfnurnar Ragnhildur Sigurðardóttir frá Svæðisgarðinum Snæfellsnes og Ragnhildur Helga Jónsdóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands áhugaverð erindi, annars vegar um ýmsa þætti sjálfbærrar þróunar og hins vegar um verkefni sem ýmist hafa verið í gangi eða eru í gangi í Svæðisgarðinum. Erindin voru afar fræðandi og góð hugvekja um umhverfismál í víðum skilningi.

Efst á síðu