Lokið: Spænskunámskeið – Borgarnes

Símenntun á Vesturlandi býður nú að nýju upp á tómstundanámskeið fyrir almenning.

Kennd verða fyrstu skrefin í spænsku og lögð sérstök áhersla á að bjarga sér í tali og skilningi sem ferðamaður.

Hversu frábært verður að geta bjargað sér á veitingastöðum, í búðinni, á barnum, á safninu?

Læra að segja aðeins meira en hola!, una cerveza por favor! og la cuenta por favor!

Þátttakendur geta einnig stungið upp á því sem þeir vilja læra.

Kennt verður í kennslustofu Símenntunar að Bjarnarbraut 8, alls 16 klukkustundir.

Kennari: Andie Silviudóttir

Skráning: ivar@simenntun.is

Takið fram kennitölu og símanúmer við skráningu.

Athugið rétt til niðurgreiðslna hjá stéttarfélagi.

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

 

Kennslutímabil
20. janúar 2024—20. febrúar 2024
Dagar
mánudagar, miðvikudagar
Efst á síðu