Skyndihjálp
Símenntun á Vesturlandi heldur reglulega skyndihjálparnámskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Námskeiðin okkar eru bæði kennd á íslensku og ensku.
Hafðu samband til að fá námskeið á þinn vinnustað – simenntun@simenntun.is
Símenntun og Rauði Kross Íslands hafa gert samstarfssamning sín á milli og fá því allir þátttakendur sem hafa lokið námskeiði viðurkenningu.
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp, sem sniðin eru að þörfum hópa, s.s. almennings, fagaðila og starfsmanna fyrirtækja, bæði hvað varðar lengd og efnistök.
Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar. Allt fræðsluefnið er gefið út af Rauða krossinum.