Á döfinni: Morgunkaffi – menningarnám

Opinn netfyrirlestur á Teams um menningarnám (cultural appropriation), hvaðan það er sprottið og hvaða áhrif það getur haft.
Einnig um hvernig við getum lært að skilja og virða fólk sem mætir annars konar hindrunum en við og forðast að ýkja staðalmyndir og fordóma í samfélaginu.
Sóley Tómasdóttir er jafnréttis- og fjölbreytileikaráðgjafi. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við hagnýtingu akademískra rannsókna á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála.
Fyrirlesturinn er opinn öllum er styrktur af Fjölmenningarskóla Vesturlands.
Skráning fer fram á jovana@simenntun.is – takmarkaður fjöldi.
- Kennslutímabil
- 27. febrúar 2025
- Dagar
- Fimmtudag
- Tími
- 09:00—10:10