Íslenska 1 á Akranesi

Íslenska 1 er námskeið ætlað fullorðum einstaklingum sem eru að byrja að læra íslensku sem annað tungumál.
Farið er yfir grunnorðaforða, framburð og íslenska stafrófið. Áhersla er á talþjálfun, skilning, lestur og ritun einfaldra setninga ásamt undirstöðuatriðum í málfræði.
Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru notaðar við námið og reynt að nota raunveruleg og hagnýt dæmi þar sem það er hægt.
Til að ljúka námskeiðinu þarf mæting að vera 75%.
Kennt í húsnæði Símenntunar á Vesturlandi – Smiðjuvöllum 28 Akranesi
- Kennslutímabil
- 17. apríl 2023—31. maí 2023
- Dagar
- Mán og mið
- Tími
- 18:00—20:40
- Verð
- 47.500 kr.