Íslenska 1 – Akranes

Íslenska 1 er námskeið ætlað fullorðum einstaklingum sem eru að byrja að læra íslensku sem annað tungumál.
Farið er yfir grunnorðaforða og framburð. Áhersla er á talþjálfun, skilning, lestur og ritun setninga ásamt málfræði.
Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru notaðar við námið og reynt að nota raunveruleg og hagnýt dæmi þar sem það er hægt.

Til að ljúka námskeiðinu þarf mæting að vera 75%.

Kennari námskeiðsins er Helena Valtýsdóttir

Kennt er í húsnæði Símenntunar – Smiðjuvöllum 28, Akranesi

Kennslutímabil
11. október 2023—6. desember 2023
Dagar
Mánudaga og miðvikudaga
Tími
18:00—20:30
Verð
50.000 kr.
Efst á síðu