Í gangi: Kvikmyndanámskeið á Akranesi

Kvikmyndanámskeiðið hefur verið endurvakið!
Í vor verður á ný haldið kvikmyndanámskeið, nú í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Unnin verða smærri verkefni, svo sem tónlistarmyndbönd en stóra ætlunarverkið er að gera stuttmynd í anda þess sem áður var gert. Stefnt er á að frumsýna hana á írskum dögum í sumar. Í kvikmyndagerðinni felst handritsgerð, upptökur, framleiðsla og eftirvinnsla.
Kennari: Arnar Már Vignisson