Helgarnámskeið: Skapandi skrif á Akranesi

  • Hvar: Símenntun á Vesturlandi, Smiðjuvellir 28, 300 Akranes
  • Hvenær: Helgarnámskeið  1.-3. nóvember (12 klst.).
  • Kennari: Björg Árnadóttir, ritlistarkennari, rithöfundur og MA í menntunarfræðum skapandi greina (og fyrsti framkvæmdastjóri Símenntunar)

Um námskeiðið

Hópurinn er leiddur með æfingum í gegnum helstu þætti sagnaritunar. Mikil vinnusemi ríkir á þessu hnitmiðaða helgarnámskeiði og í lokin hafa þátttakendur skrifað drög að eða fullgerða sögu.

Hver koma?

Námskeiðið sækir fólk á öllum aldri og það hentar jafnt byrjendum sem útgefnum höfundum enda lærum við öll af skapandi samskiptum. Það hentar líka þeim sem vilja læra að njóta lesturs betur.

Fyrirkomulag námskeiðs

Fös. 1. nóv. kl. 18:00-22:00: UPPHITUN OG KVEIKJUR

Hrist upp í hópnum og heilasellunum og hópurinn hnoðaður saman með stuttum ritlistaræfingum. Rætt um ritunarferlið og æfingar skrifaðar til að auka flæðið og koma þátttakendum af stað með eigin sögu.

Lau. 2. nóv. kl. 10:00-14:00: PERSÓNUR

Þátttakendur finna í sameiningu flöt á ákveðnu umfjöllunarefni og skrifa um það frá sjónarhóli mismunandi sögupersóna. Rætt um hlutverk persóna í bókmenntum og persónusköpun æfð. Skrifað og skrafað um skáldaðar persónur sem birtast á blaðsíðum bóka.

Sun.  3. nóv. kl. 10:00-14:00: UPPBYGGING OG FORM

Fjallað um og unnið með uppbyggingu og form, framvindu og spennu. Rætt um skrif hvers og eins í hópnum enda er höfundum hollt að skoða eigin verk og annarra.

Ummæli

Vigdís Hafliða (Skapandi skrif 2019)
Námskeiðið hjá Björgu í skapandi skrifum er besta ritlistarnámskeið sem ég hef farið á. Ég fór áður en ég var byrjuð að skrifa af einhverri alvöru og æfingarnar og leiðsögnin náðu að draga fram hliðar sem ég vissi ekki að ég hefði og juku sjálfstraust mitt til muna. Ég mæli hiklaust með námskeiðinu, sérstaklega fyrir fólk sem þarf tól til að koma sér áfram.

Bergrún Íris Sævarsdóttir (Skapandi skrif 2016)
Námskeiðið kom mér mjög skemmtilega á óvart og gaf mér heilmörg ný tæki til að beisla hugmyndirnar mínar og ydda stílvopnið . Kærar þakkir fyrir áhugaverða kennslu og einlæga og skemmtilega nálgun.

Nánari upplýsingar og skráning: hekla@simenntun.is, s. 437 2393 eða  bjorg@stilvopnid.is, s. 899 6917

 

Kennslutímabil
1. nóvember 2024—3. nóvember 2024
Dagar
Föstudagur til sunnudags
Verð
54.900 kr.
Setja í körfu
Efst á síðu