Á döfinni – Morgunkaffi: Staðalmyndir, fordómar og innflytjendur

Í fyrsta morgunkaffinu á þessari önn verður fjallað um staðalmyndir og fordóma gagnvart innflytjendum á Íslandi.

Hvernig vitum við og hvers vegna skiptir það máli? 

Í erindinu fer Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði yfir algengar staðalmyndir um innflytjendur á Íslandi og hvernig þær móta umræðu, pólitík og stefnumótun. Fjallað er um hvernig upplýsingaóreiða getur ýtt undir ótta og fordóma, hvað rannsóknir segja raunverulega um öryggi, afbrot og samheldni í fjölbreyttu samfélagi, og hvaða leiðir eru færar til að draga úr fordómum og styrkja félagslega samstöðu.

Fyrirlesturinn verður á TEAMS og er opinn öllum og er styrktur af Fjölmenningarskóla Vesturlands.

Til að skrá þig smelltu á skráningarlínkinn í hægra horninu eða sentu tölvupóst á jovana@simenntun.is

Kennslutímabil
25. febrúar 2026
Dagar
Miðvikudagur
Tími
09:00—10:10
Efst á síðu