Á döfinni: Morgunkaffi – Íslenska er alls konar

Í síðasta morgunkaffinu okkar á þessari önn verður fjallað um alls konar íslensku. Það verður fjallað um margs konar tilbrigði í málinu sem oft hafa verið kennd við „rétt“ og „rangt“ og lögð áhersla á að slík tilbrigði eru oftast hraustleikamerki á málinu en spilla því ekki.

Sérstaklega verður fjallað um íslensku sem annað mál og stöðu innflytjenda í íslensku málsamfélagi en einnig verður rætt um nýjungar í málinu eins og kynhlutlaust mál og kynsegin orðaforða. Megináhersla verður lögð á umburðarlyndi gagnvart tilbrigðum í máli, sem og mikilvægi vitundarvakningar um að íslenskan lifir ekki nema við hlúum öll að henni.

Fyrirlesari er Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað greinar og bækur um ýmis svið íslenskrar málfræði og var frumkvöðull á sviði máltækni fyrir íslensku. Undanfarin ár hefur hann einkum fjallað um stöðu og tilbrigði íslenskunnar í samtímanum og hefur birt mikinn fjölda pistla um þau mál á samfélagsmiðlum og vefsíðu sinni.

Fyrirlesturinn er opinn öllum og er styrktur af Fjölmenningarskóla Vesturlands.

Skráning fer fram á jovana@simenntun.is/437-2394.

 

Kennslutímabil
3. apríl 2025
Dagar
Fimmtudagur
Tími
09:00—10:10
Efst á síðu