Ráðstefna – Ungir frumkvöðlar og nýsköpunarhugsun í lífi og starfi
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður þér á ráðstefnu í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi 16. Janúar frá kl. 9:00 -13:00. Ráðstefnan fer að mestu fram á ensku.
Að vera frumkvöðull á vinnustað (e. Intrapreneur) eða hafa hæfni til að vera nýskapandi í starfi er talið auka verulega möguleika ungs fólks á vinnumarkaði. Ráðstefnan er liður í FEENICS verkefninu en það snýst um að þróa námskeið og námsefni fyrir ungt fólk. Námskeiðið miðar að því að efla þátttakendur sem frumkvöðla á vinnustað og virkja nýsköpunarhugsun sem nýtist í lífi og starfi.