Tolkien og norrænar fornbókmenntir

Námskeið Snorrastofu, Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi veturinn 2018-2019
Tolkien og norrænar fornbókmenntir
Leiðbeinandi, Ármann Jakobsson

Margir vita að hinn kunni rithöfundur JRR Tolkien, höfundur Hobbitans og Hringadróttinssögu, var sérfróður um miðaldabókmenntir og ekki síst norrænar bókmenntir. En nákvæmlega hvernig mótuðu fræðastörf hans skáldsagnaritunina? Hvernig var sambandi hans við Ísland háttað? Hvernig leit hann á Völuspá og Snorra-Eddu? Hvernig nýtti hann sér norræna kvæðið Fáfnismál.

Ármann Jakobsson ræðir um Tolkien og Ísland sex kvöld í vetur. Meðal umfjöllunarefna hans eru drekar, álfar, dvergar, draugar og hinn norræni hetjuskapur en um öll þessi efni hefur hann ritað. Nýjasta fræðibók hans er The Troll Inside You sem kom út árið 2017.

Námskeiðið er áætlað á mánudagskvöldum, til skiptis í Landnámssetri og í Snorrastofu og hefst 1. október.
Upplýsingar og skráningar í síma 437-2390 með tölvupóst: simenntun@simenntun.is

1. október: Tolkien, menntun hans og störf

5. nóvember: Tolkien og álfar — Snorra-Edda og Heimskringla; kynþáttahugsun

7. janúar: Tolkien og dvergarnir — Völuspá

4. febrúar: Tolkien og draugar – Grettissaga og Bjólfskviða

4. mars: Drekar Tolkiens – Fáfnismál

1. apríl: Tolkien, ragnarök og hetjuskapur – Snorra-Edda

Verð: 21.000 kr., stakt kvöld kostar 4.000 kr.

Efst á síðu