Snæfellsbær – Námskeið fyrir starfsfólk eldhúsa og mötuneyta í febrúar

Símenntun á Vesturlandi heldur með leiðbeinendum frá Sýni, námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa sem kemur að meðhöndlun matvæla. Áhersla er lögð á hagnýt ráð og aukinn skilning á örverufræði og réttri meðhöndlun matvæla. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að vera betur meðvitaðir um helstu hættur við meðferð matvæla og hvernig eigi að fyrirbyggja þær.
Námskeiðið verður haldið í húsnæði Grunnskóla Snæfellsbæjar þann 20.febrúar kl. 13-16
Nánari upplýsingar veitir Hekla Gunnarsdóttir í síma 437-2393 eða í netfanginu hekla@simenntun.is
- Kennslutímabil
- 20. febrúar 2025
- Dagar
- Fimmtudagur
- Tími
- 13:00—16:00