Símenntun á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat í almennri starfshæfni í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur skilgreint 11 hæfniþætti sem saman mynda almenna starfshæfni á íslenskum vinnumarkaði. Þeir eru þrepaskiptir í samræmi við hæfniramma um íslenska menntun.
Um er að ræða atriði sem mikilvæg eru í atvinnulífinu og sameiginleg flestum störfum. Aukin slík hæfni auðveldar fólki þátttöku á vinnumarkaði og ýtir undir æskilega starfsþróun.
Nánari upplýsingar er að finna á vef Fræðslumiðstöðvar atvunnulífsins og á Næsta skref
Með raunfærnimati er verið að meta þekkingu sem þegar er til staðar í viðeigandi námsleið óháð því hvaðan hún kemur.