Símenntun á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat í fisktækni í samstarfi við Fisktækniskóla Íslands.
Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og hafa starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár.
Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun.
Fisktækninám er fyrir alla þá sem vinna innan fyrirtækja í fiskiðnaði. Námið undirbýr nemendur undir störf í fiskvinnslu, við fiskveiðar og fiskeldi. Fisktæknar starfa við vinnslu sjávarafurða sem sérhæfður starfsmaður eða með ábyrgð á ákveðnum verkstöðvum eða vinnslu. Fisktæknir getur einnig starfað sem sölumaður hjá fisksölufyrirtæki eða fyrirtæki sem selur tæki og búnað fyrir sjávarútveg.
Upplýsingar um námsbrautina á heild má finna á vef namskra.is
Með raunfærnimati er verið að meta þekkingu sem þegar er til staðar í viðeigandi námsleið óháð því hvaðan hún kemur. Með því styttist námstíminn í samræmi við það sem þegar er lært.
Raunfærnimat er aldrei nóg eitt og sér til að öðlast réttindi en að loknu matinu fá þátttakendur leðibeiningar um hvernig hægt er að ljúka námi í greinni.
Námi í fisktækni lýkur á öðru hæfniþrepi.
Nánari upplýsingar um nám í fisktækni má vinna á vef Fisktækniskólanns.