Samfélagstúlkun

Samfélagstúlkun:

Samfélagstúlkun er 90 klukkustunda nám á 3. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 6 eininga á framhaldsskólastigi. Námið er ​ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun sem felst í því að miðla munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins.

 

Samfélagstúlkur túlkar samskipti milli fólks og opinberra stofnanna víðs vegar í félags- mennta- og heilbrigðiskerfi, í félagslegum aðstæðum í daglegu lífi, á vinnustöðum og hjá félögum þar sem hagsmunir annarra en hans eigin eru undir (í fjölbreyttum og oft viðkvæðum aðstæðum).

 

Samfélagstúlkur er oftast verktaki samhliða öðrum störfum. Hann ber ábyrgð á allri umsýslu og opinberum greiðslum sem tengjast starfinu, í samræmi við lög.

 

Námsfyrirkomulag:

70 klukkustundir í fjarnámi og 20 klukkustundir í staðnámi.

Það er 80% mætingaskylda í staðnámið og 80% verkefnaskilaskylda.

Staðnám: fjórir laugardagar á tímabilinu – 5 klukkustundir hver.

 

Markmið

Nemendur læra um íslenskt samfélag og helstu stofnanir. Álitamál eru krufin og siðareglur túlka skoðaðar. Í lok námsleiðarinnar fá nemendur þjálfun í glósutækni og túlkun.

 

Námsþættir

  • Íslenskt samfélag
  • Helstu stofnanir
  • Siðfræði og álitamál
  • Fjölmenning
  • Aðstæður og öryggi
  • Undirbúningur
  • Umsýsla og þjónusta
  • Túlkunartækni

Námsleiðin er kennd samkvæmt námskrá Menntamálastofnunnar. Námið er niðurgreitt af fræðslusjóði.

 

Kennarar:

Birna Imsland – Túlkun á Íslandi

Guðrún Vala Elísdóttir – Fjölmenning

Jón Birkir Bergþórsson – Siðfræði og álitamál

 

 

forskráning og uppýsingar  hjá jon@simenntun.is og í síma 867-7516

Efst á síðu