Sjúkraliði

Símenntun á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat í sjúkraliða

Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár. 
Fræðslusjóður greiðir fyrir þátttakendur sem hafa ekki lokið formlegri menntun.

Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Í náminu er rík áhersla lögð á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu.

Þeir hæfniþættir sem þjálfaðir eru í náminu og geta verið metnir í raunfærnimati eru meðal annars:

  • Hæfni til að forgangsraða viðfangsefnum og greina hvaða hjúkrunarmeðferðir eigi við hverju sinni
  • Þekking og geta til að beita, rökstyðja og ígrunda hjúkrunarmeðferðum
  • Geta til að sýna faglega umhyggju gagnvart skjólstæðingum
  • Hæfni til að miðla þekkingu og upplýsingum til skjólstæðinga, aðstandenda og samstarfsfólks
  • Geta til að nýta tölvukunnáttu við upplýsingaleit, varðveislu og skráningu upplýsinga ásamt mati á faglegum upplýsingum
  • Þekking á gæðaviðmiðum og reglum um vinnuvernd ásamt siðareglum

Upplýsingar um námsbrautina á heild má finna á vef namskra.is

Af hverju raunfærnimat?

Með raunfærnimati er verið að meta þekkingu sem þegar er til staðar í viðeigandi námsleið óháð því hvaðan hún kemur. Með því styttist námstíminn í samræmi við það sem þegar er lært.
Raunfærnimat er aldrei nóg eitt og sér til að öðlast réttindi en að loknu matinu fá þátttakendur leðibeiningar um hvernig hægt er að ljúka námi í greinni.

Að loknu námi:

Nám í sjúkraliða er sérhæft nám með námslok á þriðja hæfniþrepi.
Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum.

Nánari upplýsingar um nám á sjúkraliðabraut má nálgast á vef Fjölbrautarskólanns við Ármúla og Sjúkraliðafélags Íslands

Hafðu samband: simenntun@simenntun.is



Efst á síðu