Málþing um TELE verkefnið og mikilvægi frumkvöðla- og nýsköpunarstarfs. Miðvi…

[ad_1]

Málþing um TELE verkefnið og mikilvægi frumkvöðla- og nýsköpunarstarfs.

Miðvikudaginn 15. Júní 2016 kl. 10:00 að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi
Evrópska Erasmus+ samstarfsverkefnið TELE (Teaching Entrepreneurship – Learning Entrepreneurship) er að stofni til hugsað til að styðja við bakið á ungu fólki. Sumir eru í framhaldsnámi en aðrir hafa hætt framhaldsnámi, glíma við atvinnuleysi eða á af öðrum ástæðum erfitt með að fóta sig á vinnumarkaði. Verkefnið snýst um að þetta unga fólk uppgötvi nýjar leiðir til árangurs, þrói frumkvæði og nýti sköpunarkraftinn sem í þeim býr. Fulltrúi Íslands í verkefninu er Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi. Á málþinginu verður frumkvöðla- og nýsköpunarstarfið skoðað frá ýmsum hliðum.

[ad_2]
Efst á síðu