Stóriðjuskólinn í Norðuráli var settur í síðustu viku, en 35 manns hefja nú ná…
[ad_1]
Stóriðjuskólinn í Norðuráli var settur í síðustu viku, en 35 manns hefja nú nám í grunn- og framhaldsnámi. Stóriðjuskóli Norðuráls er rekinn í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og
Fjölbrautaskóla Vesturlands. Tilgangurinn með náminu í Stóriðjuskólanum er meðal annars að auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins, auka öryggi starfsfólks við vinnu, og efla starfsánægju.Starfsfólk Fjölbrautaskóla Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvarinnar og sérfræðingar innan Norðuráls sjá um kennsluna í Stóriðjuskólanum að stærstum hluta.
Alls hafa 62 útskrifast úr grunnnáminu og 33 úr framhaldsnáminu.
Meðfylgjandi myndir eru frá setningu skólans í Norðuráli, en boðið var upp á tertu í tilefni dagsins.
[ad_2]