Raunfærnimat í fisktækni

Símenntun á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat í fisktækni í samstarfi við Fisktækniskóla Íslands.
Matið er ætlað þeim sem hafa náð 23 ára aldri og hafa starfað í greininni í a.m.k. þrjú ár.

Raunfærnimat er leið til að meta þá þekkingu og færni sem einstaklingar hafa aflað sér á vinnumarkaði.
Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því.

Fisktækninám er fyrir alla þá sem vinna innan fyrirtækja í fiskiðnaði. Námið undirbýr nemendur undir störf í fiskvinnslu, við fiskveiðar og fiskeldi. Fisktæknar starfa við vinnslu sjávarafurða sem sérhæfður starfsmaður eða með ábyrgð á ákveðnum verkstöðvum eða vinnslu. Fisktæknir getur einnig starfað sem sölumaður hjá fisksölufyrirtæki eða fyrirtæki sem selur tæki og búnað fyrir sjávarútveg.

Hér má lesa nánar um ferli raunfærnimats og raunfærnimat í fisktækni

Frekari upplýsingar veitir Steinar Sigurjónsson, náms- og starfsráðgjafi
Netfang steinar@simenntun.is eða í síma 437 2392

Efst á síðu