Persónuverndarstefna

Útgáfudagur: 18.03.2020

Almennt um fræðsluaðilann

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, kt. 540199-3539, hér eftir kölluð Símenntunarmiðstöðin, er sjálfseignarstofnun sem hefur það markmið að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og samfélag með með endur- og símenntun sem tekur mið af þörfum einstaklinga og atvinnulífs.

Símenntunarmiðstöðin ber ábyrgð á meðferð persónuupplýsinga sem stofnunin skráir í tengslum við starfsemi sína og telst því ábyrgðaraðili samkvæmt lögum um persónuvernd.

Markmið Símenntunarmiðstöðvarinnar er að öll vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við lög og reglur og að nemendur og aðrir viðskiptavinir séu upplýstir um persónuvernd og öryggi gagna sem stofnunin vinnur með.

Um persónuverndarstefnuna

Með persónuverndarstefnu þessari eru meðal annars veittar upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar Símenntunarmiðstöðin safnar og vinnur með og í hvaða tilgangi. Þá eru veittar upplýsingar um réttindi einstaklinga samkvæmt persónuverndarlögum og hvernig má hafa samband við Símenntunarmiðstöðina vegna frekari upplýsinga eða athugasemda vegna persónuverndar.

Persónuverndarstefnan er sett í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð ESB nr. 2016/679 (GDPR) um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga.

Stefnan gildir um alla þjónustu sem Símenntunarmiðstöðin og aðilar sem starfa á hennar vegum veita.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt.