Þjónusta við nemendur í fjarnámi á háskólastigi

Framboð fjarnáms á háskólastigi eykst stöðugt og við flesta íslenska háskóla er boðið upp á fjarnám af einhverju tagi. Kennsluaðferðir eru samkvæmt ákvörðun skóla hverju sinni. Sumar námsbrautir gera ráð fyrir að nemendur stundi námið eingöngu í gegnum tölvubúnað, aðrar gera ráð fyrir notkun á myndfundabúnaði, sumar námsbrautir gera þá kröfu til nemenda að þeir mæti í fjarfundi meðan aðrar gera minni kröfur um slíkt.

Fjarnemendur við háskólana geta tekið próf á sex stöðum á Vesturlandi, þ.e. á starfsstöðvum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Akranesi og í Borgarnesi, í Átthagastofu Snæfellsbæjar, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, grunnskólanum í Stykkishólmi og í ráðhúsinu í Búðardal.


NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR : INGA DÓRA HALLDÓRSDÓTTIR Á NETFANGIÐ: ingadora@simenntun.is EÐA Í SÍMA 437 2390