Fullorðinsfræðsla fyrir fólk með fötlun

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er með samning við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð www.fjolmennt.is um námskeið ætluð fólki með fötlun 20 ára og eldra.

Í samningnum er m.a. kveðið á um að Símenntunarmiðstöðin eigi að bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri fyrir fatlaða í landshlutanum. Á árinu 2015 var boðið upp á fjölbreytt tómstundanámskeið þ.á m. tónlist, leiklist, smiðjur, jóga, tölvunámskeið, textílmennt og matreiðslu inni á heimilum þátttakenda.

Leitast er við að leiðbeinendur fullorðinsfræðslu fólks með fötlun séu menntaðir kennarar og/eða með góða reynslu af kennslu.

Umsjón með námi fyrir fólk með fötlun hefur Guðrún Vala Elísdóttir, s. 4372390, netfang: vala@simenntun.is

Skráning á námskeið fyrir fólk með fötlun er á www.simenntun.is/namskeid-oll/

Hér að neðan má sjá afrakstur námskeiða hjá Símenntunarmiðstöðinni: