Prófreglur

  • Öll meðferð tóbaks er óheimil í húsnæði  
  • Slökkvið á farsímum og geymið á borði hjá yfirsetu  
  • Geymið yfirhafnir, töskur, pennaveski og poka utan eða fremst í prófstofu eða á borði hjá yfirsetu, allt eftir aðstæðum
  • Hafið gild skilríki með mynd aðgengileg
  • Á prófborði eru einungis prófgögn og leyfileg hjálpargögn samkvæmt fyrirmælum hverju sinni
  • Aðeins er heimilt að yfirgefa prófborð til þess að fara á salerni og í samráði við yfirsetu
  • Brot á þessum reglum varða vísun frá prófi eða úr námskeiði eftir atvikum