Simenntun Námskeið FORSÍÐA

Nærumst í núvitund

Námskeið byrjar
25/04/2017
 
Námskeið lýkur
25/04/2017
Verð
9.500 Kr.-
Staðsetning
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi kl. 20:00 til 21:30

Deildu Þessu Námskeiði

 

Lýsing :

Rifjaðu upp síðustu máltíð sem þú borðaðir.
Geturðu lýst áferðinni? Bragðinu? Lyktinni?
Á þessu námskeiði:
lærirðu að borða með gjörhygli sem stuðlar að jákvæðu sambandi við mat og æskilegum valkostum.
Þú áttar þig á hvaða matur hentar þínum smekk og bragðlaukum.
Þú velur mat sem í senn fullnægir sál og nærir líkama.
Þú upplifir minni langanir og cravings.
Þú kemst í betri tengsl við svengd og seddu sem gefur tilfinningu fyrir skammtastærðum.
Þú áttar þig á mætti umhverfisins sem stýra okkur oft í að borða þegar við erum ekki svöng.
Þú áttar þig á eigin ósjálfráða venjumynstri og hvernig megi bæta það
Með gjörhygli í máltíðum komumst við í tengsl við hugsanir, tilfinningar, líkamleg viðbrögð gagnvart matnum án þess að fella dóma.

Leiðbeinandi: Ragnheiður Þórðardóttir (Ragga Nagli) heilsusálfræðingur og einkaþjálfari og hefur haldið fjölmörg matreiðslunámskeið um land allt.

Fyrirspurn

Nafn *

Netfang *

Skilaboð