Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er með samning við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð www.fjolmennt.is um námskeið ætluð fólki með fötlun 20 ára og eldra.

Á þessari önn er boðið upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið sem sérstaklega ætluð fólki með fötlun. Námskeiðin eru á Akranesi, í Borgarnesi og í Stykkishólmi.

Ýmis stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið og hvetjum við alla sem eiga þann rétt að sækja um endurgreiðslu til þeirra.