Færnimappa og ferilskrá

Við gerð færnimöppu er safnað saman á skipulagðan hátt upplýsingum um náms og starfsferil. Færnimappa gefur góða mynd af þeirri þekkingu, hæfni og reynslu sem einstaklingurinn hefur aflað sér í gegnum tíðina, hvort sem það er í gegnum launað starf, sjálfboðavinnu, þátttöku í félagsstarfi osfrv. Allar diplómur og staðfestingar á námi, námskeiðum og þátttöku í félagsstarfi er safnað saman á einn stað.

Þegar að fólk sækir um starf er nauðsynlegt að gera ferilskrá og fylgir hún starfsumsókn. Ferilskráin inniheldur upplýsingar um umsækjandann, s.s nám og störf, þátttöku í félagsmálum og tómstundum svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að ferilskráin sé vel upp sett, skýr og hnitmiðuð.

Nánari upplýsingar veita
Guðrún Vala Elísdóttir náms- og starfsráðgjafi í síma: 437-2391
Sólveig Indriðadóttir náms- og starfsráðgjafi í síma 437-2394
Sendu tölvupóst