Áhugakönnun

Bendill – rafræn áhugakönnun um nám og störf

Áhugi er einn sá mikilvægasti af mörgum persónulegum þáttum, en auk starfsáhuga er t.d. mikilvægt að huga vel að því hvað við teljum mikilvægt í lífinu og á hvaða sviði færni okkar liggur.

Áhugakönnun segir okkur ekki hvað við eigum að gera heldur er hún hjálpartæki sem kemur skipulagi á starfsáhugann og hjálpar okkur að finna út hvaða nám og störf hæfa áhugasviði okkar.

Bendill er áhugakönnun sem tekur mið af íslenskum vinnumarkaði og námsframboði. Könnunin er á rafrænu formi og strax að lokinni fyrirlögn fær viðkomandi niðurstöðurnar í hendur og eru þær settar fram á myndrænan hátt.

Náms- og starfsráðgjafi fer yfir og túlkar niðurstöðurnar með ráðgjafa.

Í leit að starfi

Áhugasviðskönnunin Í leit að starfi hentar einstaklingum frá og með 17 ára aldri. Könnunin er íslensk og er stöðlun og staðfæring Brynhildar Scheving Thorsteinsson á bandarísku áhugasviðskönnuninni Self-Directed Search (SDS). Náms- og starfsráðgjafi fer yfir niðurstöðurnar könnunarinnar með viðkomandi.

Panta ráðgjöf