Umferðaröryggi – bíltækni

Réttindanám
Haustönn 2018
Bílstjórinn þekki vegakerfið og helstu hættur sem eru til staðar eða geta skapast í tengslum við ytri aðstæður, s.s. við mismunandi veðurskilyrði. Einnig að hann þekki helstu tegundir og orsakir umferðar- og vinnuslysa og þekki aðferðir við slysavarnir. Að því er stefnt að bílstjórinn: þekki helstu tegundir umferðar- og vinnuslysa í flutningsgeiranum og hvernig draga megi úr hættu á slysum; þekki vegakerfi landsins og helstu hættur sem leynst geta við sérstakar aðstæður; þekki öryggisbúnað bifreiða, bæði í ökumanns- og farþegarými sem og bíltæknilegan búnað sem dregið getur úr slysahættu; kunni að bregðast við slysum með það fyrir augum að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra; kunni að stjórna á vettvangi slyss og vinna með viðbragðsaðilum; þekki helstu aðferðir við slysavarnir.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Umferðaröryggi – bíltækni   24. nóv - 24. nóv   Laugard.   8:30 - 15:30   Borgarnes, Bjarnarbraut 8   20.900 kr.   Skráning