Topp tilfinningalegt ástand

Námskeið fyrir atvinnulífið
Haustönn 2018
Félagsmenn KJALAR, SFR og Stéttarfélag Vesturlands geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Að námskeiðinu loknu tekur við 5 daga eftirfylgni yfir netið í gegnum tölvupósta. Hefur þú upplifað stund þar sem þú lékst á alls oddi? Jafnvel dag sem þú varst upp á þitt allra besta. Samskipti gengu frábærlega, hugmyndaauðgi í hámarki, sjálfstraust, hugrekki, orka, og ástríða alls ráðandi. Þetta tilfinningalega ástand sem sumir kalla þar sem við erum óstöðvandi. Getur þú rifjað upp slíka stund eða dag? Hvað ef þú gætir kveikt á þessu ástandi þegar þér hentar? Hvað gæti það gert fyrir þig? Hversu mikið betur værir þú í stakk búin/n til að takast á við áskoranir og láta drauma þína rætast? Einn stærsti áhrifaþáttur á frammistöðu, árangur og hamingju er það venjubundna tilfinningalega ástand sem við upplifum dag frá degi. Þetta er aflið sem getur flutt fjöll! Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að byggja upp færni til þess að kveikja á og kynda upp tilfinningar sem stórauka aðgengi okkar að innri auðlindum eins og hæfileikum, upplýsingum og skapandi hugsun og bæta þar með gæði allra ákvarðanna og athafna.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Topp tilfinningalegt ástand   5. nóv - 5. nóv   Mánud.   18:00 - 21:00   Borgarnes, Bjarnarbraut 8   13.900 kr.   Skráning  
Topp tilfinningalegt ástand   19. nóv - 19. nóv   Mánud.   18:00 - 21:00   Grundarfjörður, Fjölbrautaskóli Snæfellinga   13.900 kr.   Skráning