Stígur hugrekkis – The Daring Way

Tómstundanámskeið
Vorönn 2019
Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir, Markþjálfi og Certified Dare to Lead™. Námskeiðið er styrkt af Soroptimistaklúbb Akraness. Námskeiðið “Stígur hugrekkis” byggir á afrakstri vinnu Dr. Brené Brown, sem er félagsráðgjafi og rannsóknarprófessor við Houston háskóla í Texas. Hún er höfundur metsölubókanna The Gifts of Imperfection, Daring Greatly, Rising Strong, Braving the Wilderness og Dare to Lead. Árið 2010 hélt hún TED fyrirlestur The Power of Vulnerability sem ríflega 25 milljónir hafa hlýtt á. Hún hefur hannað námsefni byggt á fræðum sínum og látið þjálfa fólk upp í að nota það. Dr. Brown hefur unnið með fjölmörgum Fortune 400 fyrirtækjum sem vilja breyta fyrirtækjamenningu sinni og þróa stjórnendur. Fræði hennar nýtast einnig frumkvöðlum, þeim sem vinna við breytingastjórnun og með fólki yfirleitt. Daring Way™ aðferðafræðin er þróuð til að aðstoða fólk við að „mæta, láta sjá sig og lifa hugrakkara lífi“. Á vinnustofunni könnum við þætti eins og berskjöldun, hugrekki, skömm og verðugleika. Við könnum hvaða hugsanir, hegðun og tilfinningar hamla okkur og greinum hvernig nýtt val og nýjar venjur geta hjálpað okkur að lifa betra lífi, sátt við okkur sjálf eins og við erum. Áhersla er lögð á að auka seiglu og viðbrögð við skömm og þróa daglegar venjur sem geta breytt því hvernig við lifum, elskum, ölum upp börnin okkar og styrkjumst sem leiðtogar.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Stígur hugrekkis – The Daring Way   1. mar - 3. mar   Fö., lau. og su.   Fö. 17:00 - 21:00, lau. 10:00 - 17:00 og su.10:00 - 15:00   Suðurgata 57, Akranesi   25.400 kr.   Skráning